ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Blakþjálfari óskast á Skagann

Blakþjálfari óskast á Skagann

18/04/17

#2D2D33

Bresi, blakfélag Íþróttabandalags Akraness, óskar eftir þjálfara fyrir starfsárið 2017-2018. Félagið leitar að einstaklingi með mikinn metnað og góða samskiptahæfni. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af blaki og æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af þjálfun.

Um 30 iðkendur eru skráðir í félagið og er æft tvisvar til þrisvar í viku. Þrjú lið Bresa kepptu á Íslandsmótinu í ár.

Áhugasamir mega hafa samband við Sædísi Alexíu formann Bresa með tölvupósti á netfangið iablakdeild@gmail.com eða í síma 847-0585.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content