Skráning er hafinn í vetrarmótaröð GL sem fram fer í golfhermi í inniaðstöðu GL og er áætlað að fyrsti leikur verði 16. janúar n.k. Upplýsingar og frekari skráning er á netfanginu leynir@leynir.is eða á skrifstofu GL í síma 431-2711.
Spilaður verður “Betri boltinn” með forgjöf þar sem tveir eru saman í liði. Áætlað er að spila í tveim riðlum ef þátttaka næst og að lokinni riðlakeppni verður spiluð úrslitakeppni en spilað verður á mánudags og fimmtudagskvöldum frá kl. 20 – 23.
Félagsmenn GL eru hvattir til að taka þátt í vetrarmótaröðinni og skrá sig við fyrsta tækifæri.