Þriðja mótið í BUSHIDO mótaröð vetrarins var haldið í Íþróttahúsi Mosfellsbæjar UMFA Afturelding laugardaginn 25.mars. Mótaröðin er fyrir keppendur 12-17 ára.
Fimm keppendur frá Karatefélagi Akraness tóku þátt í mótinu og stóðu sig öll vel.
Kristrún Bára Guðjónsdóttir og Ólafur Ían Brynjarsson lentu í 3ja sæti í sínum aldursflokkum í kata.
Þess má geta að Kristrún Bára fékk þriðju verðlaun fyrir alla BUSHIDO mótaröðina sem afhend var á Uppskeruhátið KAÍ 2017 að kvöldi 25. mars.
Kristrún Bára er lengst til hægri.