Föstudaginn 29. apríl fór hópur 13 sundmanna fæddum 2003 og 2004 til Danmerkur ásamt þjálfara, tveimur fararstjórum og sjö foreldrum.
Keppt var á laugardegi og sunnudegi í 50m laug í Farum og stóðu sundmennirnir sig mjög vel. Bestan árangur átti Ragnheiður Karen Ólafsdóttir sem vann til bronsverðlauna í 200m bringusundi og bætti Akranesmet meyja.
Mánudeginum var eytt í Tivoli og á Strikinu og síðasta daginn var farið í dýragarðinn áður en flogið var heim með þreyttan en hamingjusaman hóp.