ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Vinnudagur 6. apríl 2016

Vinnudagur 6. apríl 2016

05/04/16

#2D2D33

Vorið er á næsta leyti og völlurinn okkar mun opna við fyrsta tækifæri þegar aðstæður leyfa. Að venju er ætlunin að hafa vinnudaga til að koma vellinum í það ástand sem nauðsynlegt er. Fyrsti vinnudagur af þremur verður haldinn á morgun miðvikudag 6. apríl kl. 17 – 19 og er verkefnið að taka þökur af 150-200m2 svæði sem liggur meðfram 15. og 16. braut þar sem hreinsun stóð yfir nýlega á skurðum. Mæting á verkstað við 15. og 16. braut.

Næstu vinnudagar eru svo áætlaðir laugardagana 9. og 16. apríl frá kl. 9 – 12 og verða sendir póstar og tilkynningar til félagsmanna þegar líður að helgunum. Verkefnin n.k. laugardaga verða almenns eðlis s.s. tiltekt á velli, koma bekkjum, ruslafötum, brautarskiltum ofl. á sinn stað og að tyrfa svæðið aftur við 15. og 16. braut. Mæting verður við vélaskemmu þar sem félagsmönnum verður úthlutað verkefni.

Áhugasamir félagsmenn sem komast til að aðstoða miðvikudaginn 6. apríl eru vinsamlega beðnir að láta framkvæmdastjóra GL vita með svari á netfangið leynir@leynir.is eða í síma 896-2711.

Powered by WPeMatico

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content