Meistaraflokkur Fimleikafélagsins, ÍA/FIMA, gerði sér lítið fyrir í dag og urðu WOW Bikarmeistarar í B deild 2016.
Liðið hefur staðið sig ótrúlega vel og náð vel saman sl. 2 mánuði og uppskáru svo sannarlega og gott betur en það.
Við hjá FIMA/ÍA viljum nýta tækifærið og óska þeim innilega til hamingju með sigurinn.
Þess má geta að þær eru elstu iðkendur félagsins frá upphafi (þrjár tvítugar), sem bæði æfa og keppa hjá okkur.
Þvílíkar fyrirmyndir og hlökkum við svo sannarlega til að fylgjast með þeim sem og öllum í fimleikafélaginu.
Það er aldrei dauður tími í fimleikafélaginu, en framundan eru tveir viðburðir:
– Bikarmót í Stökkfimi 1.-3.apríl, en þá keppa einnig 2007 stelpur og verða liðin 21 sem við sendum til keppni.
– Vorsýning FIMA 9.apríl
Endilega fylgist með okkur! 🙂