Faxaflóasund SA var synt af sundmönnum SA 14 ára og eldri sunnudaginn 30. ágúst. Sundmenn 13 ára og eldri safna áheitum hjá bæjarbúum og fyrirtækjum en þau eru að safna fyrir æfingaferð erlendis. Ferðin verður farin árið 2016 en synt er yfir Faxaflóann á hverju ári í formi boðsunds.
Vel viðraði og voru þau fimm og hálfan klukkutíma á leiðinni að synda rúmlega 21 km.
Hafnsögubátur frá Faxaflóahöfnum flutti fólkið og var björgunarbátur frá Björgunarsveitinni með í för.
Sundmennirnir í sturtunum á Langasandi að loknu sundi yfir flóann.