‘-10 stiga sigur gegn sterkum VölsurumSkagamenn tóku í kvöld á móti Valsmönnum frá Hlíðarenda í býflugnabúinu á Vesturgötunni. Vesturgatan er greinilega að virka fyrir leikmenn liðsins sem hafa ekki tapað leik þar þetta tímabilið en ekki er hægt að tala um býflugnabúið öðruvísi en að hrósa stuðningsmönnum fyrir frábæra mætingu og vaxandi stemmningu leik frá leik.En aftur að leiki kvöldsins. Heimamenn mættu einbeittir til leiks og skoruðu fyrstu körfuna og náðu fljótt 9-2 forystu en þá vöknuðu Valsarar og náðu 2-15 kafla, Þorsteini Þórarinssyni, liðsstjóra ÍA, leist ekkert á blikuna og tók leikhlé enda staðan orðin 11-17. Leikhléið skilaði tilætluðum árangri en þegar fyrsti fjórðungur var allur leiddu gestirnir með minnsta mun, 19-20.Strákarnir í gulu búningunum héldu uppteknum hætti í upphafi annars leikhluta og byrjuðu fjórðunginn 9-1 en þá tók Ágúst þjálfari Valsmann leikhlé. Það dugði til að stoppa ágengni Skagamanna og Valsmenn náðu að minnka muninn niður í 39-35 með lokakörfu fyrri hálfleiks.Enn og aftur byrjuðu Skagamenn nýjan fjórðung af miklum krafti og um miðbik þriðja leikhluta var staðan orðin nokkuð þægileg en heimamenn höfðu skorað 52 stig gegn einungis 39 stigum gestanna. Liðin skiptust svo gott sem á að skora það sem eftir lifði leikhlutans og að honum loknum fóru leikmenn ÍA með nokkuð þægilega 58-46 forystu.Í loka fjórðungnum mættu Valsmenn grimmir fram á völlinn og pressuðu stífar en áður í leiknum. Þetta olli leikmönnum ÍA töluverðum vandræðum og þeir tóku upp á oftar en ekki að kasta boltanum útaf eða að leikmenn Vals stálu boltanum. En það kom þó ekki að sök, Valsmenn náðu aldrei að ógna Skagamönnum að neinu ráði og úrslit leiksins urðu nokkuð öruggur 10 stiga sigur, 76-66.Zachary Jamarco Warren var að spila sinn fyrsta leik eftir endurkomu heim til ÍA og það var greinilegt að mönnum leið vel með það, jafnt innan sem utan vallar. Eftir leikinn hafði Zachary orð á því að leikur liðsins væri öðruvísi og liðið væri betra en í fyrra og hann þyrfti ekki að skora jafn mikið og þá. Samt sem áður var hann stigahæstur heimamanna með 29 stig. Af öðrum ólöstuðum var maður leiksins í kvöld samt sem áður tröllið frá Ósi, Fannar Freyr Helgason sem skoraði 18 stig auk þess að taka heil 23 fráköst.Hjá gestunum úr Hlíðunum fór mest fyrir Danero Thomas en hann setti niður 20 stig en einnig áttu Þorbergur Ólafsson og Benedikt Blöndal góðan dag.Nánari tölfræði úr leiknum má finna hérEftir leikinn eru Hamar(3), ÍA(4), Valur(5) og Höttur(4) jöfn með 6 stig í 1. – 4. sæti, en liðin hafa þó spilað mismarga leiki (sjá leikjafjölda í sviga). Næsti leikur ÍA er úti á móti Hamri eftir viku og verður því um toppslag að ræða og vonandi að sem flestir af okkar stuðningsmönnum komi og styðji við bakið á okkar mönnum, því það er alveg á hreinu að stuðningurinn og stemmningin fyrir utan völlinn smitar rúmlega frá sér inn á völlinn.Um leið og við þökkum fyrir glæsilega mætinug og frábæran stuðning látum við fylgja með lítið myndbrot af stemmningunni í kvöld, en myndbrotið er hægt að sjá með því að klikka hér.Að lokum minnum við á Facebook síðu okkar þar sem reglulegar fréttir og mis mikill fróðleikur lítur dagsins ljós, nánast daglega endilega líkið við siðuna okkar Körfuknattleiksfélag Akranes