Það var sannkallaður toppslagur sem fór fram á Álftanesi miðvikudaginn 23.júlí, en þá áttust við topplið Kára gegn Álftanes sem hafa fylgt Káramönnum eins og skugginn í allt sumar. Káramenn á toppnum með 22 stig en Álftanes í öðru sæti með 17 stig og einn leik til góða. Staðan á leikmannahóp Káramann fyrir leikinn var engin draumastaða, en mikil meiðsli og fjarvera voru í röðum Káramanna og annan leikinn í röð var leikur hjá 2.flokki á sama tíma og í þetta sinn voru þeir það fámennir að engir leikmenn fengust úr þeirra röðum. Annan leikinn í röð mætti lið Kára með óvænt spil upp í erminni, en í þetta sinn voru 3 leikmenn að spila sinn fyrsta leik með Káramönnum, hinn leikreyndi leikmaður ÍA Guðjón Heiðar Sveinsson sótti par af takkaskóm í hilluna, hin geðþekki fyrrum leikmaður ÍA, Keflavíkur og Víkings Reykjavík Stefán Örn Arnarsson sótti stífbónað par og hinn tvítugi skagamaður Fjalar Örn Sigurðsson skaust til Selfoss og náði í skónna sína þar, en hann kom að láni frá Selfossi.Það var ljóst að upplegg dagsins gegn Álftanesi væri varnarleikur og að halda sóknarspili þeirra sem mest niðri og beita skyndisóknum. Álftanes voru með fullan hóp og ákveðnir í að ná í 3 stig náðu ágætis tökum á leiknum í fyrri hálfleik, þeir sóttu mikið upp kantana og voru með hættulegar fyrirgjafir, en þeim gekk þó illa að vera á réttum stöðum og annað hvort hreinsuðu Káramenn boltann í burtu eða boltinn lak í gegnum allann pakkann án viðkomu hvorugra liða. Sóknartilburði Káramanna í fyrri hálfleik voru litlir og lítið af færum sköpuðust, ekki skánaði það þegar markahæsti leikmaður Kára Atli Albertsson þurfti að fara af leikvelli á 22 mínútu eftir að hafa fengið boltann í augað og missa sjón tímabundið á öðru auga.Hvorugu liði tókst að skora í fyrri hálfleik og Káramenn nokkuð sáttir með það.Seinni hálfleikur fór nokkuð öðruvísi af stað, en Káramenn komust meira inn í leikinn á meðan Álftanes virtist slaka nokkuð á.Á 53 mínútu dró svo heldur betur til tíðinda, en í einni af fáum sóknum Káramanna í leiknum barst boltinn inn í teiginn eftir hornspyrnu þar sem Leó Daðason skallaði boltann rétt inn fyrir marklínu Álftaness og mark réttilega dæmt. Staðan 0-1 Káramönnum í vil og nokkuð gegn gangi leiksins í heild. Eftir markið drógu Káramenn sig meira til baka en áður og hófst þá mikill sóknarþungi frá liði Álftaness, en Káramönnum gekk bara nokkuð vel að verjast og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir voru fáar sem náðu að vera það hættulegar að markvörður Kára þyrfti að taka á honum stóra sínum. Eftir um hálftíma frá marki Kára og mikilli sóknarpressu frá Álftanesi náðu þeir að jafna leikinn, en röð mistaka varð til þess að fyrirgjöf af vinstri kanti endaði utarlega í teignum á fjærstöng þar sem Magnús Ársælsson smellhitti boltann viðstöðulaust óverjandi í fjærhornið. Álftanes hélt áfram að pressa eftir markið en Káramenn sem ætluðu alls ekki að gefa stigið eftir og tapa sínum fyrsta leik í sumar skelltu í lás og vörðust af krafti, en hitinn í sumum var það mikill að fyrsta rauða spjald Kára fór á loft, en það var Stefán Örn Arnarsson sem fékk það í sínum fyrsta leik með Kára eftir samstuð við leikmann Álftanes. Nokkrum mínútum seinna flautaði dómari leiksins til loka og niðurstaðan 1-1 jafntefli og virtust bæði lið vera sátt við stigið í leikslok.Káramenn eru því enþá einir á toppi riðilsins með 23 stig, 5 stigum á undan Álftanesi sem er með 18 stig en einn leik til góða.
Næsti leikur Káramanna er mikilvægur leikur gegn Hvíta Riddaranum á Akranesvelli miðvikudaginn 30.júlí klukkan 20:00, en með sigri í leiknum eru Káramenn endanlega búnir að tryggja sér sæti í úrslitakeppni 4.deildar, en sigri Hvíti Riddarinn í leiknum að þá eru þeir áfram í baráttunni við Álftanes og Kára um sæti í úrslitakeppninni.Það er því mikið í húfi fyrir bæði lið að ná sigri í þessum leik, en Káramenn ætla sér að sjálfsögðu sigur og halda toppsæti sínu.Við viljum endilega hvetja fólk að fjölmenna á völlinn og styðja við bakið á Káramönnum í leiknum.
Áfram Kári!