Krakkarnir hjá Keilufélagi Akraness halda áfram að gera það gott. Laugardaginn 3.mars var 5.umferð í Íslandsmóti Unglingaliða.
Í vetur hafa 7 lið barist um 4 efstu sætin sem keppa til úrslita. Keilufélag Akraness var með 2 lið, Keilufélag Reykjavíkur var með 2 lið og Íþróttafélag Reykjavíkur var með 3 lið.
Þrátt fyrir að oft hafi verið erfitt að manna liðin vegna veikinda þá tókst KFA að ná báðum sínum liðum í úrslit.
Liðin eru ekki flokkaskipt og er blandaður aldur í liðunum og þeim yngstu gefið færi á að spreyta sig þegar þau eldri forfallast og gefur það ómetanlega reynslu.
ÍA2 var jafnt ÍR2 að stigum eftir þessar 5 umferðir en ÍA2 var með hærra heildarskor, 8643 á móti 8342 hjá ÍR2 sem að fleytti þeim inn í úrslit.
Við bíðum svo spennt eftir úrslitunum sem fara fram í Öskjuhlíðinni 21.apríl kl.09.00 og nú verður æft af kappi til að standa sig sem best.