Firmakeppni Dreyra var haldin í blíðskapar veðri í gær þar sem sumarsólin lék sér um grundir og velli :-). Svo mikið var blíðviðrið að rykið á keppnisvellinum takmarkaði fólki sýn á stundum, en slíkt er afar fátítt á Æðarodda.
Ágætis þátttaka var í keppninni, hestakostur góður og dómarar voru að þessu sinni fulltrúar framboða til sveitarstjórnakosninga á Akranesi. Frambjóðendur frá þremur framboðum mættu til dómstarfa en það voru Ólafur Adolfsson, Jóhannes Karl Guðjónsson og Jónína Víglundsdóttir. Hestamannafélagið Dreyri kann þeim bestu þakkir fyrir komuna og góð dómstörf.