ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

BLAK – BLAK – BLAK

BLAK – BLAK – BLAK

28/03/10

#2D2D33

Farið er að síga á seinni hluta blakársins sem að þessu sinni er þó ívið lengra en oft áður. Bresi hefur lokið keppni í 2.deild á Íslandsmótinu og endaði í neðsta sæti í sínum riðli. Síðasti leikurinn fór fram s.l. fimmtudag á Jaðarsbökkum en þá fékk Bresi ÍK í heimsókn. Lauk leiknum með sigri ÍK – 26-24, 23-25, 17-25, 24-26. Eins og sjá má á úrslitatölum hrinanna var um jafnan og spennandi leik að ræða. það sama má segja um flesta leiki Bresa í deildinni því oft vantaði herslumuninn á að liðið næði stigi.

Bresi sendi eitt lið á s.k. Kjörísmót Hamars sem fram fór í gær, laugardaginn 27.mars. Átti Bresi lið í 1. deild og enduðu stelpurnar í 4.sæti .

Framundan eru tvö hraðmót sem Bresi mun taka þátt í og síðan lokamótið þ.e. 35.Öldungamóts Blaksambands Íslands sem haldið verður í Mosfellsbæ 13. – 15. maí. Bresi á rétt á að senda lið í 3.og 4. deild.
Það er því ljóst að enn um sinn verða æfingar stundaðar af kappi hjá blakfélaginu Bresa.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content