Skagamaðurinn Hafþór Pétursson sem skrifaði á dögunum undir sinn fyrsta samning við Knattspyrnufélag ÍA hefur verið valinn í landsliðshóp U19 ára landsliðs karla sem leikur í undankeppni EM2016 á Möltu 10.-15. nóvember næstkomandi.
Með Íslendingum í riðli eru, auk heimamanna á Möltu, Ísraelar og Danir. Þessi umferð undankeppninnar fer fram í þrettán riðlum og efstu tvö lið riðilsins ásamt því þriðja sætis liði sem hefur bestan árangur gegn toppliðum riðilsins komast svo áfram í næstu umferð forkeppninnar. Sú umferð verður leikin vorið 2016 en lokakeppnin sjálf fer svo fram í Þýskalandi í júlí 2016.
Við óskum Hafþóri til hamingju með tækifærið og trúum því að hann verði sjálfum sér og félaginu til sóma.