Markvörðurinn Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir hefur samið við ÍA til 1 árs en hún kemur á láni frá Breiðabliki. Ásta er 19 ára og á fjölmarga U17 og U19 landsleiki að baki en hún lék með Augnabliki í 1.deild síðastliðið sumar og þar áður með ÍA í Pepsideildinni árið 2014. Ásta er mjög efnilegur og frambærilegur markvörður sem við bindum miklar vonir við í baráttu liðsins í Pepsideildinni 2016.
Meðfylgjandi mynd var tekin af Ástu Vigdísi og Haraldi Ingólfssyni framkvæmdastjóra KFÍA eftir að samkomulag hafði verið undirritað.