ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

körfubolti

Formaður

Birkir Guðjónsson

birkir@ia.is

Gjaldkeri

Ólmar Helgason

Meðstjórnandi

Ragnheiður Rún Gísladóttir

Meðstjórnandi

Jón Orri Kristjánsson

Meðstjórnandi

Örnólfur Þorleifsson

Meðstjórnandi

Fannar Helgason

Körfuknattleiksfélag ÍA

Stofnað 1986

Heimavöllur: Íþróttahúsið Vesturgötu og Íþróttahúsið Jaðarsbökkum

Velkomin í vetrarstarf körfuknattleiksfélags ÍA, skráning og greiðsla æfingagjalda er í Sportabler skárningarkerfi ÍA (opnar í byrjun september). Leyfilegt er að prufa að æfa í 1 viku í viðkomandi flokki áður en ákvörðun er tekin um skráningu. Í Sportabler er hægt að nota tómstundaframlag Akraneskaupstaðar sem er fyrir þá sem eru að fara í 1.bekk og eldri. Allar æfingar eru í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum og skylda er að vera í íþróttaskóm á æfingu. Öll almenn upplýsingamiðlun er á facebook síðu hvers flokks fyrir sig. (Bankaupplýsingar 0552 – 26 – 4714 kt: 4712872539)

Bankareikningur: 0552 – 26 – 4714
Kennitala: 471287-2539

1. gr.

Félagið heitir Körfuknattleiksfélag ÍA og er aðsetur þess á Akranesi. Aðsetur og varnarþing þess er á Akranesi.

2. gr.

Markmið félagsins er að iðka körfuknattleik, glæða áhuga á þeirri íþrótt og stuðla að bættri aðstöðu til iðkunar á körfuknattleik.

3. gr.

Félagsmaður getur hver sá orðið, sem hlýtur samþykki stjórnar félagsins. Félagsaðild er öllum opin og er félagið myndað af þeim er skráðir eru í félagið hverju sinni.

4. gr.

Ársgjald félagsins skal ákveða á aðalfundi félagsins ár hvert.

5. gr.

Greiði félagsmaður ekki félagsgjöld í tvö ár samfleytt, ber að setja hann á skrá yfir óhlutgenga félaga, er ekki hafa leyfi til að keppa fyrir hönd félagsins, hafi ekki atkvæðisrétt á fundum félagsins og séu ekki kjörgengir í stjórn eða nefndir.

6. gr.

Stjórn félagins skipa 3 aðilar: Formaður, ritari og gjaldkeri. Stjórnin skal kosin á aðalfundi og skipar með sér verkum. Ennfremur skal kjósa tvo varamenn í stjórn og einn skoðunarmann reikninga.

7. gr.

Stjórninni ber að gæta hagsmuna félagsins í öllum greinum. Hún hefur umráð yfir eignum þess og boðar til funda. Stjórnin getur enga fullnaðarákvörðun tekið, nema meirihluti stjórnarmanna séu henni fylgjandi. Stjórnin getur vikið mönnum úr félaginu álíti hún framkomu þeirra félaginu til vansa. Þó getur viðkomandi óskað þess að málið verði tekið fyrir á félagsfundi.

8. gr.

Reikningar félagsins miðast við áramót.

9. gr.

Aðalfund skal halda eigi síðar en 15. mars ár hvert og félagsfundi svo oft og stjórnin ákveður eða skrifleg ósk kemur frá eigi færri en 10 félagsmönnum. Til aðalfundar skal boða með minnst 10 daga fyrirvara og er hann lögmætur sé löglega til hans boðað. Á aðalfundi eða félagsfundum skal kjósa sérstakan fundarstjóra. Á aðalfundi skulu mál tekin fyrir í þeirri röð sem hér segir:

i. Skýrsla stjórnar.
ii. Lagðir fram skoðaðir reikningar.
iii. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga og reikningar bornir undir atkvæði.
iv. Lagðar fram lagabreytingar, ef tillögur eru þar um.
v. Kosning stjórnar samkvæmt 6. grein félagslaga.
vi. Önnur mál.

10 gr.

Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi með auknum meirihluti atkvæða (2/3) til þess að lagabreyting sé lögleg.

11 gr.

Félagsslit geta ekki öðlast gildi nema aðalstjórn samþykki þau og tveir lögmætir aðalfundir hafi samþykkt félagsslit með 2/3 hluta greiddra atkvæða. Aðalfundi vegna félagsslita skal halda með minnst fjögurra vikna millibili og mest átta vikna millibili.

 

Lög þessi samþykkt á aðalfundi félagsins 17. mars 2021 og taka strax gildi.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content