Eitt af hlutverkum ÍA er að hafa forystu um fræðslu og sameiginleg félagsmál íþróttafélaganna
á Akranesi.
Fræðslustefna:
Að veita öfluga upplýsingagjöf og fræðslu til aðildarfélaganna með því að bjóða uppá regluleg námskeið, fyrirlestra og fræðslu sem nýtast megi aðildarfélögum í íþróttastarfi þeirra.
Að hvetja aðildarfélög ÍA til að efla þekkingu og meðvitund iðkenda, þjálfara og annars starfsfólks á siðareglum og hegðunarviðmiðum ÍA.
Að vinna markvisst að því að kynna þær íþróttagreinar sem eru í boði hjá ÍA og skapa tækifæri og svigrúm til þess að börn og unglingar geti stundað íþróttir í samræmi við eigin þarfir, getu og áhuga.
Að hvetja aðildarfélög til samstarfs við skóla og frístund til að gefa börnum fjölbreytileika í frístunda- og íþróttastarfi á dagvinnutíma.
Að hvetja til almennrar þátttöku ungs fólks í íþróttastarfi aðildarfélaganna.
Að hjá ÍA starfi menntaðir og hæfir þjálfarar.
Að hvetja öll aðildarfélög til að senda þjálfara sína í Þjálfaramenntun ÍSÍ og sérsambanda.
Að hvetja öll aðildarfélög til að verða Fyrirmyndarfélög ÍSÍ.
Félagsmálastefna:
Að efla félagshæfni iðkenda og félagsmanna innan ÍA og virkja þá sem þátttakendur í íþróttahreyfingunni.
Að bjóða uppá faglegt íþróttastarf sem innifelur heilbrigt og gott félagslegt uppeldi barna og unglinga.
Að hvetja til jákvæðra samskipta og fræðslu um verndandi þætti velferðar sem og áhættuþætti innan aðildarfélaganna.
Að skapa tækifæri til að leika og starfa í fjölskylduvænni og heilbrigðri íþróttahreyfingu þar sem allir hafa jöfn tækifæri til að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl, vellíðan og sterka sjálfsmynd.
Að hlúa vel að umhverfi barna og unglinga/iðkenda þannig að þau/þeir búi við öruggt og uppbyggilegt umhverfi þar sem áhersla er á félagsleg samskipti og félagslega færni til jafns við íþróttaæfingar og keppnir.
Að taka sérstaklega vel á móti nýliðum og fræða iðkendur um heilbrigðan fordómalausan lífsstíl.
Að stuðla að skipulögðu félagsstarfi og samveru utan íþróttaæfinga