ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Agnes Rún fékk viðurkenningu.

Agnes Rún fékk viðurkenningu.

10/02/18

27849127_10214584972492493_1197086990_n

Framhaldsaðalfundur Dreyra fór fram í gær.

Á fundinum var ársreikningur félagsins samþykktur án athugasemda, farið yfir nefndalista fyrir árið 2018 og  starfsáætlun félagsins kynnt. Fjármál félagsins er í góðu standi og vel haldið utan um þau mál af öflugum gjaldkera félagsins 🙂

Einnig var rætt um brýn mál sem brenna á félagsmönnum á Æðarodda, umhverfis- og  öryggismál  t.d um merkingu reiðstíga á Akranesi og umferð vélknúinna ökutækja (bílar, mótorkross, fjórhjól) á reiðstígum og öðrum útivistarstígum. Þá var mikið rætt um brýna þörf á  raflýsingu á reiðstígum út úr Æðaroddahverfinu en eins og fyrirkomulagið er í dag þá þurfa knapar að fara um akveginn ,sem er upplýstur,  til að komast á reiðstíg ef ætlunin er að riða út eftir að dimmir á daginn. Samþykkt var að stjórn félagsins ítreki fyrri beiðnir á bæjaryfirvöld  og Vegagerð um undirgöng undir þjóðveginn og aðrar nauðsynlegar framkvæmdir tengdar öryggismálum  inn og út úr hverfinu. Formaður æskulýðsnefndar fór yfir það sem er framundan hjá nefndinni, s.s námskeiðshald, sameiginlega útreiðartúra yngri knapa, keppnisþjálfun og  ýmsa viðburði tengda  æskulýðsstarfi annara hestamannafélaga.

Að sjálfsögðu var svo mál málanna rætt sem eru bygging á reiðskemmu á Æðarodda. Á þessari stundu er lítið að frétta af þeim málum annað en að Akraneskaupsstaður og Hvalfjarðarsveit hafa samþykkt að tilnefna fulltrúa í 4 manna nefnd sem á að taka fyrstu skrefin í samræðum þessara aðila um reiðskemmubyggingu. Stefán Ármannsson sendi inn formlegt erindi um tilurð þessarar nefndar til beggja sveitarfélaga. Í nefndina frá Dreyra fara formaður og varaformaður, (Ása Hólmarsdóttir og Hrafn Einarsson) Akraneskaupstaður hefur tilnefnt formanns skipulags- og umhverfisráðs, Einar Brandsson, og Hvalfjarðarsveit mun tilnefna sinn fulltrúa á næsta sveitarstjórnarfundi.  Dreyrafélagar hafa jákvæðar væntingar til starfs þessara nefndar og eru fullir tilhlökkunar um að eitthvað mjög jákvætt komi út úr þessum samræðum.

Stjórn Dreyra hefur undanfarin ár veitt  ungum knapa hvatningarviðurkenningu. Að þessu sinni fékk Agnes Rún Marteinsdóttir viðurkenningu fyrir miklar framfarir á liðnu ári. Agnes Rún sem er 13 ára, er sérlega iðin, jákvæð og dugleg í sinni hestamennsku og hefur sýnt eftirtektarverðar framfarir í reiðmennsku og keppni á skömmum tíma. Það verður spennandi að fylgjast með henni á næstu árum. Stjórn Dreyra óskar Agnesi Rún til hamingju með árangurinn.

Agnes Rún Marteinsdóttir var kát með viðurkenninguna sína.

Starfsáætlun Dreyra má sjá á tenglinum hér til hliðar ” Á döfinni 2018″

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content