ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Hnefaleikamenn í keppnisferð í Danmörku

Hnefaleikamenn í keppnisferð í Danmörku

03/04/17

17760359_10212809443815565_1367307686_n-1

Frétt af skagafrettir.is

„Þetta var skemmtilegur bardagi og mikil reynsla sem ég fékk út úr þessu,“ segir Bjarni Þór Benediktsson hnefaleikakappi frá Akranesi sem keppti á móti í Danmörku í olympískum hnefaleikum um s.l. helgi.

„Ég mætti mjög sterkum keppenda frá Svíþjóð í bardaganum og ég lærði mikið af þeim bardaga. Hann var mun sterkari, fljótari og sneggri en ég. Það var því erfitt að eiga við hann. Nú veit ég hvað ég þarf að bæta og markmiðið er að mæta á þetta mót eftir ár og vera mun betur undirbúinn,“ segir Bjarni Þór við skagafrettir.is.

17760359_10212809443815565_1367307686_n

Alls fóru átta keppendur frá Íslandi á þetta mót en keppendur komu einning frá Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Danmörku. Örnólfur Þorleifsson þjálfari Bjarna var með í för en hann æfir hjá Hnefaleikafélagi Akraness.

Bjarni byrjaði í hnefaleikum fyrir fimm árum síðan en hann er fæddur árið 2000 og er því á 17. ári. Hann er á sínu fyrsta ári í Fjölbrautaskóla Vesturlands og hyggur á nám í húsasmíði á næsta skólaári.

„Ég prófaði að fara á boxæfingu þegar ég var 12 ára með vinum mínum úr Brekkubæjarskóla. Þeir voru allir að æfa á þeim tíma en þeir eru allir hættir núna. Ég er einn eftir og það eru ekki margir á mínum aldri að æfa með mér. Það sem heillar mig við boxið er svo margt. Það er gaman að berjast við aðra og adrenlínið er í botni þegar ég fer í hringinn,“ segir Bjarni sem keppir í veltivigt eða -64 kg. flokki.

„Markmiðið hjá mér er að komast eins langt í þessari íþrótt og hægt er. Það er margt sem ég þarf að laga og bæta á næstunni,“ sagði Bjarni að lokum.

Foreldrar Bjarna eru Benedikt Þór Kristjánsson og Þorbjörg Gunnlaugsdóttir. Yngri bróðir Bjarna er Guðni Rafn Benediktsson.

17760572_10212809445335603_777436798_n

Keppnishópurinn sem fór til Danmerkur frá Íslandi:

17760296_10212809443735563_2021379701_n

Bjarni er hér á leiðinni í hringinn og Örnólfur gefur honum ráð fyrir bardagann gegn Svíanum.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content