ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

27 sundmenn frá sundfélagi Akranes tóku þátt í IRB móti helgina 12.-14. maí.

27 sundmenn frá sundfélagi Akranes tóku þátt í IRB móti helgina 12.-14. maí.

15/05/17

DSC_1395

27 sundmenn frá sundfélagi Akranes tóku þátt í IRB móti helgina 12.-14. maí.

Ungu krakkarnir okkar voru í meirihluta á mótinu og sýndu þau vel að veturinn hefur verið vel nýttur á æfingum, þau bættu sig mikið í sundinu og voru okkur til mikilla sóma á bakkanum. Yfir helgina þá bættu þau sig samtals 118 sinnum og af því voru 84 bætingar hjá unga fólkinu okkar, 12 ára og yngri.
Íris Petra Jónsdóttir stóð sig mjög vel og bætti tímann sinn í öllum sundum og sérstaklega vel gerði hún í 100m baksundi og 200m bringusundi þar sem hún náði lágmarki á Aldursflokkameistaramót íslands sem haldið er í sumar.
Enrique Snær Llorens Sigurðsson, Sóley Saranaya Helgadóttir, Ingibjörg Svava Magnúsardóttir, Freyja Hrönn Jónsdóttir, Guðbjarni Sigþórsson, Tómas Týr Tómasson og Auður María Lárusdóttir bættu sig líka í öllum sínum greinum.

Magnea Ósk Lárusdóttir, Eva Júlíana Bjarnadóttir og  Dagbjört Birna Magnúsardóttir tóku þátt í sínu fyrsta móti utan Akraness, þær syntu 25m skriðsund, baksund og bringusund og stóðu sig eins og hetjur, syntu bæði vel og hratt. Greinilegt að þessar flottu stelpur hafa verið duglegar á æfingum í vetur.

Næsta mót hjá Krökkunum í SA er Akranesleikar 2. -4. júní.

Verðlaun á IRB mótinu hlutu :

Gull
Kristján Magnússon                  200 baksund
Ragnheiður Karen Ólafsdóttir      50, 100 og  200 bringusund

Silfur
Ingibjörg Svava Magnúsardóttir   400 skriðsund
Kristján Magnusson                    100 bringusund
Ágúst Júliusson                           50 flugsund
Alex Benjamin Bjarnasson            800 skrið

Brons
Kristján Magnusson                     100 flugsund & 100 fjórsund
Ágúst Júliusson                           50 skriðsund
Ngózi Jóhanna Eze                     50 skiðsund & 1500 skriðsund
Anita Sól Gunnarsdóttir               50 baksund 
Enqrique Snær Llorens Sigurðsson   100 bringusund
Rafael Andri Williamsson               50 baksund & 50 flugsund

Íris Petra & Sóley Saranaya

Dagbjört Birna, Eva Júlíana, Magnea Ósk

Edit Content
Edit Content
Edit Content