Tilkynnt voru úrslit í kjöri Íþróttamanns Akraness 2021 þann 6. Janúar s.l. eins og venja er og áður hefur verið sagt frá.
Breyting hefur orðið á viðburðinum og fór allt fram í fístundamiðstöðinn að Garðavöllum allir sem þar mættu höfðu áður farið í hraðpróf.
Eins og kunnugt er þá varð það Kristín Þórhallsdóttir kraftlyftingakona sem kjöin var Íþróttamaður Akraness fyrir árið 2021 og fékk hún afhentan Helga Dan. bikarinn.
Efstu þrjú í kjörinu fá að vanda peningaverðlaun úr minningasjóði Guðmundar Sveinbjörnssonar.
Þau eru auk Kristínar, Enrique Snær Llorens Sigurðsson sundmaður í öðru sæti og Drifa Harðardóttir badmintonkona í því þriðja.
Ekki gátu allir sem tilnefndir voru, verið viðstaddir en fulltrúar frá þeim komu og tóku á móti þeirra viðurkenningum.
Ljósmyndari frá Blik studo tók myndir á viðburðinum sem nokkrar eru hér.