Firmakeppni Dreyra var að venju haldin þann 1. maí s.l. á Æðarodda. Á þeim degi varð félagið 71 árs og dagurinn er einnig alþjóðlegur dagur íslenska hestsins. Veður var með sérstöku móti en það gekk á með sólarglennum og logni á milli þess sem að það rigndi yfir okkur hvítu glimmeri með léttum blæstri.
Dómarar voru Marella Steinsdóttir nýr formaður ÍA, Hildur Karen Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri ÍA og Ólafur Adolsson formaður bæjarráðs Akranes og var það mál manna að þau hafi gert gott mót í dómstörfum sínum. Stjórn Dreyra vill þakka þeim kærlega fyrir dómstörfin og að hafa tekið þátt í deginum með okkur Dreyrafélögum.
En stóru tíðindi þessa dags voru án efa að skrifað var undir viljayfirlýsingu/samning við Hvalfjarðarsveit og Akraneskaupsstað um byggingu reiðskemmu á Æðarodda við dynjandi lófaklapp Dreyrafélaga.
Þetta var stórt og gott skref inn i nútíðina fyrir Dreyramenn og það er ekkert nema tilhlökkun við að hefja byggingarferlið sem svífur yfir húsum og hestamönnum í Æðarodda núna. Við vonumst til að reiðskemma, 25×45 metrar, verði tekin í notkun eftir ár. Við þetta tækifæri tóku til máls og kynntu feril verkefnisins formaður Dreyra, Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraness og Skúli Þórðarson sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar.
Stjórn Dreyra þakkar öllum einstaklingum og fyrirtækjum sem að styrktu félagið í firmakeppninni og sendir einnig sínar bestu þakkir til allra sem komu með veitingar á hlaðborðið í félagsheimilinu. Það var húsfyllir hjá okkur í félagsheimilinu á Æðarodda og mikil gleði og eftirvænting í loftinu.
Þetta var svo sannarlega góður dagur og aldeilis bjart framundan í hestamennskunni á Akranesi 🙂
Úrslit Firmakeppni Dreyra:
Pollaflokkur.- 9 ára og yngri
Matthildur Svana Stefánsdóttir á Kapradís frá Skipanesi. – Íslandsgámar.
Bjargdís Guðveig Guðbjartsdóttir á Tóni frá Brúarreykjum. – Bílaverkstæði Hjalta
Indriði Gunnþór Guðbjartsson á Kapradís frá Skipanesi. – Akraneskaupsstaður.
Ólafur Frímann Sigurðsson á Prins Póló frá Póllandi. – Blikksmiðja Guðmundar
Sigríður Gunnjóna Sigurðardóttir á Trekki frá Þjóðólfshaga. – Veiðifélag Laxár
Aldís Emilía Magnúdóttir á Snjalli frá Birkihlíð. – Eyrarbyggð ehf.
Ingibergur Hjálmarsson á Góðum frá Akranesi. – Bílver ehf.
Barnaflokkur. 10 til 13 ára.
Rakel Ásta Daðadóttir á Fönn frá Neðra Skarði – Anton G. Ottesen.
Sara Mjöll Elíasdóttir á Dögg frá Neðra Skarði. – Borgartún Hestamiðstöð
Unglingaflokkur. 14- 17 ára.
Agnes Rún Marteinsdóttir á Arnari frá Barkarstöðum. – Sigurður Valgeirsson.
Ester Þóra Viðarsdóttir á Björt frá Akranesi. – Bjarni M. Guðmundsson
Anna Sigurborg Elíasdóttir á Heru frá Akranesi. – Gróska garðyrkja.
Karlaflokkur.
Benedikt Kristjánsson á Stofni frá Akranesi. – Galito
Erlendur Ari Óskarsson á Flóka frá Flekkudal. – Hrossaræktarbúið Skipaskagi.
Leifur Gunnarsson á Glæsi frá Akrakoti – Módel ehf.
Kvennaflokkur.
Hrefna Hallgrímsdóttir á Nikku frá Blönduósi – Norðurál
Ulrika Ramundt á Giltru frá Akurprýði. – Borgarholt
Viktoría Gunnarsdóttir á Kosti frá Nýjabæ – Bílver ehf.
Bestur þakkir fyrir stuðninginn fá:
Snókur verktakar
Galito
Draumahestar- hestaleiga
Æðaroddi 21/ Horn
Verslun Enars Ólafssonar
Gámaþjónusta Vesturlands
Sláturfélag Suðurlands
Límtré Vírnet
Toppútlit ehf.
Hrossaræktarbúið Skipaskagi
Runólfur Hallfreðsson hf.
Hróar ehf.
Þróttur ehf.
Módel ehf.
ÞÞÞ
Hafsteinn Daníelsson hf.
Borgarholt
Borgarholt II
Ásta Marý Stefánsdóttir
Skagaverk
Stóra Aðalskars
Norðurál
Beitistaðabúið
Skipaskagi ehf.
ÞÞÞ
Gróska
Bjarni M. Guðmundsson
BÓB vinnuvélar
Hvalfjarðarsveit
Vélaleiga Halldórs Sig.
Sigurður Valgeirsson
Borgartún Hestamiðstöð
Anton G. Ottesen
Íslandsgámar
Bílaverkstæði Hjalta
Akraneskaupstaður
Blikksmiðja Guðmundar
Veiðifélag Laxár
Eyrarbyggð ehf.
Bílver ehf.