Ungir og efnilegir gera sinn fyrsta samning við Knattspyrnufélagið

Hilmar Halldórsson og Guðfinnur Þór Leóson gengu nýverið frá samningi við Knattspyrnufélag ÍA. Þetta eru báðir  ungir og efnilegir Skagamenn sem hafa farið í gegnum alla yngri flokka knattspyrnufélagi ÍA.

Til gamans má geta þess að Hilmar hefur leikið 136 skráða leiki í 2.-5. flokki og Guðfinnur 134 leiki með 2.-4. flokki. Þeir hafa báðir þegar leikið sína fyrstu leiki með meistaraflokki karla, mest nú á undirbúningstímabilinu en Guðfinnur tók einnig þátt í undirbúningstímabilinu 2016.  Þeir hafa líka báðir notið góðs af samstarfinu við Knattspyrnufélagið Kára og hafa náð sér í dýrmæta meistaraflokksreynslu þar. Guðfinnur Þór á einnig að baki 4 landsleiki með U16 og U17.

Hilmar fótbrotnaði í janúar í fyrra og var bataferli hans  strangt, tók 6-8 mánuði. En í samvinnu við þjálfarateymið í 2.flokki náði hann að vinna sig upp úr meiðslunum.  Þetta sýnir þann dug sem býr í honum.  Að gefast ekki upp.

Það er stefna Knattspyrnufélags ÍA að byggja liðið upp á heimamönnum og gefa strákum sem eru uppaldir hjá félaginu sín tækifæri.

Við óskum strákunum til hamingju með samninginn, framtíðin er ykkar!