WOW Bikarinn á morgun – verður sýndur í sjónvarpinu!!
Smá fróðleiksmolar um liðið:
Nafn og númer keppenda:
3. Elísa Pétursdóttir
4. Ragna Dís Sveinbjörnsdóttir
6. Harpa Rós Bjarkadóttir
7. Sólveig Erla Þorsteinsdóttir
8. Sylvía Mist Bjarnadóttir
10. Írena Rut Elmarsdóttir
13. Þórdís Líf Valgeirsdóttir
14. Bjarney Helga Guðjónsdóttir
Yngstu keppendur okkar eru tvær stúlkur fæddar árið 2000, þær Sólveig og Bjarney. Elstu keppendurnir eru fæddar árið 1997, þær Sylvía, Elísa og Harpa Rós. Meðalaldur liðsins er 17,8 ára.
Þessar stúlkur eru elstu iðkendur Fimleikafélags ÍA (FIMA) á Akranesi. ÍA/FIMA hefur aldrei átt eins “gamla iðkendur” áður, hvað þá sem keppa fyrir hönd félagsins, alveg hreint frábært.
Eins og margir í fimleikabransanum vita þá býr fimleikafélagið á Akranesi ekki við góðar aðstæður til iðkunar á fimleikum og þá er erfiðara að halda í eldri iðkendur, því kröfurnar aukast hratt og þarf ágætis aðstöðu eða aðgang að aðstöðu til að ná þessum stökkum.
En hingað eru þær komnar og standa sig ótrúlega vel. Liðið hefur dafnað vel eftir áramót og er þetta mikill sigur fyrir liðið að vera komnar hingað til keppni. Fimleikafélag ÍA er ótrúlega stolt af þessum stelpum. Í liðinu eru systrabörn, þær sem eru komnar í framhaldsskóla eru saman í Fjölbraut á Akranesi. Allar í liðinu hafa komið að þjálfun í fimleikafélagi Akraness á einn eða annan hátt.
Þetta lið, með smávægilegum breytingum, sigraði þetta mót í fyrra, urðu sem sagt Bikarmeistarar í B deild meistaraflokks. Einnig eigum við Íslandsmeistara í Stökkfimi og Bikarmeistara í stökkfimi úr þessu liði.
Akranes sendir dömunum baráttu kveðjur, áfram ÍA, áfram FIMA !