ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Vorhreinsun ÍA og Akraneskaupstaðar á Umhverfisdegi 25. apríl

Vorhreinsun ÍA og Akraneskaupstaðar á Umhverfisdegi 25. apríl

22/04/20

IMG_9294

Líkt og undanfarin ár ætlar ÍA í samvinnu við Akraneskaupstað að taka þátt og hreinsa rusl í bænum okkar og strandlengju laugardaginn 25. apríl.

Þátttakan er ekki bundin við iðkendur heldur geta foreldrar og systkini tekið til hendinni og unnið sameiginlegt samfélagsverkefni og stutt um leið við sitt félag.

Veðurspáin er góð þannig að allt stefnir í flottan viðburð.

Helstu atriði fyrir 25. apríl:

  • Hver og einn fer út að plokka þegar honum hentar þann 25. apríl og sér um að skaffa ruslapoka, hanska og plokkstöng ef hún er til.
  • Plokkað er á opnum svæðum og svæðum í umsjón Akraneskaupstaðar, ekki einkalóðum.
  • Verið í gulum vestum eða áberandi klædd og gott að vera með ÍA húfu
  • Ekki þarf að flokka, bara plokka og skila í grenndargám fyrir „Flokkað rusl“ en Terra sér um að flokka. Sjá kort hér:  https://www.akranes.is/static/news/lg/akranes-plokkar.png
  • Gætið fyllstu varúðar og brýnið fyrir börnum að láta nálar og aðra hættulega hluti vera, en tilkynna til foreldra eða ia@ia.is  svo mögulegt sé að fjarlægja þá.
  • Virðið samkomubannið og gætið að tveggja metra reglunni.
  • Takið mynd af ykkur, setjið á Instagram og merkið hana með #iaplokk
  • Þegar þið hafið lokið við að týna rusl sendið þið póst til ykkar félags með upplýsingum um það hve margir fóru að týna rusl.  Aðildarfélög ÍA senda svo fjöldatölur þátttakenda frá hverju félagi til Íþróttabandalagsins.

Hverju félagi hefur verið úthlutað ákveðið svæði en svæðaskiptingin er ekki heilög. Ef svæði klárast þá er bara að færa sig þangað sem rusl er. Það er hins vegar eins og í íþróttunum, maður gerir bara sitt besta og í þessu er reyndar aðalatriðið að vera með J

Hér má sjá svæðaskiptinguna

Hér má sjá hvar hverfisgámarnir verða staðsettir.

Ykkur er líka velkomið að skilja ykkar poka eftir í stórum hrúgum en þá er nauðsynlegt að senda upplýsingar um staðsetningu ruslahrúgu eða þungra hluta með mynd á ia@ia.is. Starfsmenn Akraneskaupstaðar munu þá sækja ruslið.

Nú er frábært tækifæri til að hreinsa bæinn okkar og fagna vorinu á Akranesi 🙂

Áfram ÍA og Akranes!

Edit Content
Edit Content
Edit Content