ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Uppbygging heldur áfram í kvennaboltanum

Uppbygging heldur áfram í kvennaboltanum

08/12/17

#2D2D33

Þær María Mist Guðmundsdóttir,  Eva María Jónsdóttir , Bergdís Fanney Einarsdóttir, Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir  og Sandra Ósk Alfreðsdóttir skrifuðu undir samning við Knattspyrnufélag ÍA í dag.

María Mist Guðmundsdóttir er fædd árið 2001 hún er nýkomin upp úr þriðjaflokki en síðasta sumar spilaði hún bæði með 3. flokk kvenna, 2 flokki kvenna og fjóra leiki með meistaraflokk kvenna. María Mist samdi til tveggja ára.

 

Bergdís Fanney er fædd árið 2000.  Var valinn besti leikmaður mfl kvenna síðasta sumar. Hefur spilað með meistaraflokki sem fastamaður í tvö ár.  Hefur spilað 14 landsleiki með U17 og U19 og skorað í þeim 4 mörk. Bergdís Fanney samdi til tveggja ára.

 

Eva María er fædd árið 1999 hún er spilaði síðustu leiki sumarsins með ÍA. Efnlilegur leikmaður.   Hún var fastamaður í liði 2.flokks kvenna í sumar sem urðu í örðu sæti í Íslandsmótinu. Eva María samdi til tveggja ára.

Hrafnhildur Arín er fædd árið 1998. Flottur leikmaður sem býr mikið í. Hún steig upp í sumar og spilaði síðustu leikina með mfl kvenna og skoraði eitt mark.  Hrafnhildur Arín samdi til eins árs.

 

Sandra Ósk er fædd árið 1999. Samkvæmt skráningum KSI hefur hún spilað 22 mfl leiki fyrir ÍA. Hún spilaði flesta alla leiki seinniparts-sumars í sumar. Sandra Ósk samdi til tveggja ára.

 

Knattspyrnufélag ÍA fagnar þessum samningum sem voru undirritaðir í dag. Við viljum byggja upp öflugt kvennalið á næstu árum, með því þurfum við að efla stelpurnar okkar og gefa þeim verkefni við hæfi. Við viljum óska stelpunum til hamingju með samningana .

Edit Content
Edit Content
Edit Content