ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Tapleikir hjá meistaraflokkunum um helgina

Tapleikir hjá meistaraflokkunum um helgina

28/03/17

#2D2D33

Báðir meistaraflokkarnir léku útileiki um síðastliðna helgi og riðu ekki feitum hesti frá þeim viðureignum.

Meistaraflokkur karla lék æfingaleik gegn Stjörnunni í Garðabæ á föstudagskvöldið. Leikurinn fór fram utandyra í afar slæmu veðri og endaði með 6-3 sigri Stjörnunnar.

 

Meistaraflokkur kvenna mætti hins vegar Fylki í Egilshöllinni á sunnudagskvöldið í Lengjubikarnum. Þar var um að ræða fimmta leik liðanna í lengjubikarnum en bæði lið voru taplaus fyrir leikinn. Leiknum lauk með 6-1 sigri Fylkis. Skagastúlkur sitja þó enn á toppnum, en hafa leikið tveimur leikjum meira en Fylkir.

Mark Skagastúlkna var sérlega glæsilegt, en það skoraði Sigrún Eva Sigurðardóttir. Sigrún er aðeins 14 ára gömul og þetta var hennar fyrsta mark fyrir meistaraflokk. Markið má sjá hér fyrir neðan:

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content