ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Tap á Norðurálsvellinum gegn HK/Víkingi

Tap á Norðurálsvellinum gegn HK/Víkingi

27/05/17

#2D2D33

Meistaraflokkur kvenna tapaði fyrr í dag 1-2 gegn HK/Víkingi hér á Norðurálsvellinum.

Gestirnir skoruðu eitt mark í hvorum hálfleik, Skagastúlkur svöruðu með marki strax eftir seinna markið en komust ekki lengra þrátt fyrir töluvert margar tilraunir.

Eftir leikinn komust HK/Víkingur í toppsæti deildarinnar en þær eru eina ósigraða liðið. Skagastúlkur sitja nú í 3. sætinu með 6 stig.

Aníta Sól Ágústsdóttir var valin maður leiksins og hlaut að launum gjöf frá Cintamani sem Arnbjörg Stefánsdóttir afhendir henni á meðfylgjandi mynd.

Edit Content
Edit Content
Edit Content