ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Takk Sjálfboðaliðar og til hamingju með daginn

Takk Sjálfboðaliðar og til hamingju með daginn

05/12/23

SJA_1080x1080_1222_2@2x

Í dag 5. desember er dagur sjálfboðliðans, án ykkar er þetta ekki hægt.

Íþróttahreyfinginn er ein stærsta sjálfboðaliðahreyfing á landinu og getum við öll verið stolt af því.

Það verður alltaf erfiðaðar að fá sjálboðaliða að störfum í íþróttahreyfingunni, þar eru margir að berjast um athygli einstaklinga, margt er í boði í afþreyingu og fólk því að forgangsraða á annan hátt en áður var. Við getum samt ekki kvartað, því allir þeir sem hafa ákveðið að leggja íþróttahreyfingunni lið eru að vinna svo vel.  

Komið hefur svo sterklega í ljós þá sérstaklega í og eftir COVID hvað skipulagt íþróttastarf er mikilvægt. Án sjálfboðaliðans gengur þetta starf ekki upp.

Sérstaklega í dag er tilefni og tækifæri til þess að þakka öllum þeim sem hafa lagt Íþróttabandalagi Akraness lið með sínu sjálfboðastarfi, eins öllum þeim fjölmörgu sem lagt hafa aðildarfélögum ÍA einnig lið. Takk þið öll, endalaust þakklæti fyrir ykkar störf

Edit Content
Edit Content
Edit Content