ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Sundfélag Akranes átti þrjá sundmenn í íslenska landsliðinu sem keppti á Norðurlandameistarmóti nú um helgina.

Sundfélag Akranes átti þrjá sundmenn í íslenska landsliðinu sem keppti á Norðurlandameistarmóti nú um helgina.

04/12/17

20171202_113202

Þau Ágúst Júlíusson, Sævar Berg Sigurðsson og Brynhildur Traustadóttir voru partur af landsliði íslands sem keppti á Norðurlandameistaramóti í sundi sem fram fór í Laugardalslaug um helgina. Alls tóku þátt 193 sundmenn frá níu löndum ( Noregur, Svíðþjóð, Danmörk, Finnland, Eistland, Lettland, Litháen,  ísland og Færeyjar )

Ágúst synti 100m flugsund á góðum tíma, 54.63. Hann hafnaði í 4 sæti og var í harðri baráttu um verðlaunasæti en aðeins 0.15 sek skildu að frá bronsinu.
Í 50m flugsundi lenti Ágúst í 5. sæti á tímanum 24.65 en þar var einnig lítið á milli efstu sætanna.

Sævar Berg synti nálægt sínum besta tíma í 50m bringusundi og hafnaði í 17. sæti. Hann synti á tímanum 30.72.

Brynhildur synti 400m skriðsund aðeins á eftir sínum besta tíma eftir góða byrjun á sundinu þar sem hún synti hraðar en hennar besti tími í 200m en erfiðara reyndist að halda því út 400 metrana. Brynhildur hafnaði í 13. sæti.

Skagamenn áttu einnig fulltrúa í eftirtöldum borðsundssveitum :
4. sæti :  4×100 skrið karla,  Davíð, Ágúst, Brynjólfur og Huginn
5. sæti :  4×100 fjórsund karla,  Brynjólfur, Sævar Berg, Águst og  Davið
6. sæti :  4×100 skrið ( 13- 16 ára), Jóhanna Elin, Kristin, Brynhildur og  Ragna
6. sæti : 4×100 fjórsund ( 13- 16 ára) ,  Adele, Brynhildur, Jóhanna Elin og Ragna

Íslenska liðið fékk alls sex bronsverðlaun og ein gullverðlaun á mótinu en það var Davíð Hildiberg sem sigraði í 100m baksundi.

Íslenska landsliðið

Edit Content
Edit Content
Edit Content