ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Snæfell – Kári: 0-4

Snæfell – Kári: 0-4

29/07/14

#2D2D33

Létt síðbúin umfjöllunSnæfell – KáriKáramenn mættu með lið sitt í Stykkishólm þann 16.júlí síðastliðinn.Fyrir leik voru Káramenn á toppnum með 19 stig á meðan Snæfell voru nálægt miðju með 8 stig.Káramenn sem hafa farið nokkuð létt með lið Snæfells undanfarin ár fóru inn í leikinn af fullum huga enda hefur Snæfell styrkst mikið undanfarið og mjög óvænt jafntefli þeirra gegn helsta keppinaut Káramanna Álftanesi gaf fyrirheit um að vanmat væri ekki í boði. Káramenn þurftu þó að fara frekar fámennir í Hólminn þar sem 2.flokkur var að spila á sama tíma og aðeins 2 leikmenn þeirra í boði fyrir Káramenn, en að auki var liðið að glíma við forföll og meiðsli, en maður kemur í manns stað.Káramenn fengu góða sendingu frá ÍA þegar Einar Logi Einarsson ákvað að taka nokkra leiki með Káraliðinu áður en hann héldi í nám til Bandaríkjanna og þeir Pálmi Haraldsson, Kristján Hagalín Guðjónsson og Þorsteinn Gíslason sóttu allir stífbónaða skónna í hilluna.Káramenn voru ekki lengi að ná tökum á leiknum þrátt fyrir að leikmenn hefðu átt nokkuð erfitt með að ná stjórn á bolta á fjarskafallegum en ósléttum vellinum. Kári sótti nokkuð þétt og áttu þeir nokkur úrvalsfæri sem hefði mátt nýta betur.Káramenn brutu ísinn svo á 22 mínútu þegar markhæsti leikmaður Kára Atli Albertsson potaði boltanum í net Snæfells af stuttu færi og staðan 0-1. Leikmenn Snæfells börðust vel í leiknum, en þeir höfðu þó lítið í Kristján Hagalín á 29 mínútu, en hann átti þá laglegt skot í stöng í utanverðum teignum sem kom aftur til baka þar sem hann tók boltann viðstöðulaust og klíndi honum niðri í markhornið, flott mark í hans fyrsta leik á árinu. Staðan orðin vænleg 0-2 Kára í vil. Káramenn voru þó ekki hættir því á fertugustu mínútu skoraði Atli Alberts laglegt mark með góðu skoti, hans annað mark í leiknum og þriðja mark Kára. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og staðan í leikhlé 0-3 fyrir Káramenn.Seinni hálfleikur var nokkuð svipaður að mörgu leyti, Káramenn voru meira með boltann, en áttu þó enþá í smá vandræðum með að stýra boltanum rétt og gerðu of mörg sendingamistök líkt og í fyrri hálfleik, en það var þó mun meiri umferð í kringum mark Snæfells en á hinum enda vallarins. Á 70 mínútu kom svo fjórða mark Káramanna, en þá sendi Einar Logi Einarsson laglegan háan bolta inn fyrir varnarlínu Snæfells sem stóð utarlega í teignum, en þar kom Sveinbjörn Geir Hlöðversson fyrstur á vettvang, fleygði sér fram og stangaði boltann laglega í markið. Káramenn héldu áfram að sækja það sem eftir lifði leiks en fleiri urðu mörkin ekki og lokastaðan góður og sannfærandi 0-4 sigur Káramanna gegn baráttuglöðu liði Snæfells.

Áfram Kári

Edit Content
Edit Content
Edit Content