ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Skemmtilegt innanfélagsmót í KATA

Skemmtilegt innanfélagsmót í KATA

30/03/19

DSC05673

Fjöldi iðkenda í Karatefélagi Akraness tóku þátt í innanfélagsmóti í KATA í dag. Keppt var í þremur flokkum og var iðkendum skipt upp eftir beltum. Allir fengu páskaglaðning að móti loknu, páskaegg númer tvö. Sigurvegarar í efstu þremur sætum í hverjum flokki fyrir sig fengu svo ögn stærri páskaegg og svo virðist sem krökkunum hafi líkað vel. Dómarar á mótinu voru krakkar í unglingaflokki Karatéfélagsins og stjórnandi mótsins var Villi, aðalþjálfari félagsins.

Eftir mótið bauð Karatefélagið upp á pizzuveislu í anddyri íþróttahússins við Vesturgötu. Stemningin var skemmtileg og létt og allir gengu glaðir heim að loknu móti.

Innanfélagsmót sem þetta er til þess ætlað að kenna krökkum og aðstandendum þeirra hvernig mót ganga fyrir sig. Ekki eru veitt eiginleg verðlaun á mótum sem þessum, heldur er fremur litið á þau sem skemmtun og æfingu fyrir krakkana. Þegar krakkarnir fara svo að keppa á stærri mótum hafa þau góða hugmynd um hvernig mótin ganga fyrir sig og við hverju má búast.

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content