ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Skagastúlkur nældu í 3 stig með glæsilegum sigri á Víkingi Ó

Skagastúlkur nældu í 3 stig með glæsilegum sigri á Víkingi Ó

27/06/17

1f642

Leikurinn byrjaði rólega og jafnræði var með liðunum en á 27 mínútu komust gestirnir yfir. Þegar sending komst inn fyrir vörn skagastúlkna og Unnbjörg Jóna skoraði 1-0. Skagastúlkur voru ósáttar þar sem línuvörður hafði veifað rangstöðu en dómari sá ekkert athugavert við það og dæmdi markið gilt.

Leikurinn var sendur beint út á ÍA-tv  atvikið sést vel, dæmi hver fyrir sig.

Skagastúlkur þjöppuðu sér saman og komu sterkar til leiks í seinni hálfleik, og Ruth Þórðar Þórðardóttir skoraði tvö mörk fyrir heimastúlkur á stuttum tíma í seinni háfleik.

Bergdís Fanney gerði svo nær út um leikinn á 66 mínútu staðan 3-1.

En gestirnir voru ekki hættir áttu ágætis marktækifæri og eitt þeirra rataði í markið eftir að rangstöðutaktík varnarlínunnar brást og staðan orðin 3-2.

En Maren Leósdóttir gerði svo út um leikinn á 93 mínútu með frábæru marki. Það var virkilega gaman að sjá stúlkurnar spila í kvöld. Þær áttu stigin þrjú svo sannarlega skilið. Áfram skagastúlkur!

Maður leiksins:

 

Að vanda var maður leiksins valinn og var það Ruth Þórðar Þórðardóttir sem var valin maður leiksins og fékk hún ullarteppi frá Rammagerðinni í verðlaun.

 

Happadrætti mfl kvk í hálfleik:

Gjafakarfa frá Model og var það Sigurbjörg Sæmundsdóttir sem var dregin út. Við óskum henni til hamingju með það.

Niðurstaða kvöldsins. Flottur sigur skagastúlkna, þær uppskáru loksins það sem þær hafa sýnt í mörgum leikjum að þær eru hörku góðar og geta þetta!

Markaskorarar í kvöld:

32 Ruth Þórðar Þórðardóttir  Mark 52 8 Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir  Mark 27
32 Ruth Þórðar Þórðardóttir  Mark 57 5 Regína Sigurjónsdóttir  Mark 83
18 Bergdís Fanney Einarsdóttir  Mark 66
9 Maren Leósdóttir  Mark 90+4

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content