ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Skagastelpur unnu frábæran útisigur á Sindra

Skagastelpur unnu frábæran útisigur á Sindra

07/07/17

#2D2D33

Skagastelpur fóru til Hornafjarðar í dag til að spila við Sindra í 1. deild kvenna. Stelpurnar byrjuðu frábærlega í leiknum og Heiðrún Sara Guðmundsdóttir kom ÍA yfir strax á áttundu mínútu. Á 15. mínútu náði Maren Leósdóttir að bæta öðru marki við og staða liðsins orðin mjög vænleg. Bergdís Fanney Einarsdóttir gerði svo í raun út leikinn á 24. mínútu með þriðja marki ÍA.

Bæði lið fengu svo nokkur góð færi í leiknum en sigur stelpnanna var í raun aldrei í hættu. Sindri náði að minnka muninn á 76. mínútu þegar Chestley Strother skoraði eina mark heimamanna. ÍA vann því virkilega góðan 1-3 útisigur og liðið lyfti sér upp í fjórða sæti 1. deildar, aðeins fimm stigum á eftir efstu liðum deildarinnar.

Næsti leikur er svo gegn Tindastól á Sauðárkróksvelli föstudaginn 14. júlí kl. 19:15.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content