ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Skagamenn unnu baráttusigur á Þórsurum

Skagamenn unnu baráttusigur á Þórsurum

10/05/18

#2D2D33

Skagamenn spiluðu í dag við Þórsara á Þórsvelli í annarri umferð Inkasso-deildarinnar. ÍA hafði unnið fyrsta leik á tímabilinu en Þórsarar gerðu jafntefli á sama tíma. Því var ljóst að um baráttuleik yrði að ræða.

Það sást snemma í fyrri hálfleik að hvorugt liðið ætlaði að gefa tommu eftir. Mikil barátta var um hvern bolta og fátt var um fína drætti framan af. Skagamenn sköpuðu sér nokkur álitleg færi og átta hornspyrnur í hálfleiknum en ekki náðist að afgreiða boltann í mark heimamanna.

Sóknarleikur Þórsara var frekar bitlítill í fyrri hálfleik og fá marktækifæri sköpuðust sem ógnuðu vörn ÍA að einhverju leyti. Staðan í hálfleik var því 0-0 þar sem hvorugt liðið fékk mikið af færum.

Skagamenn komu sterkir inn í seinni hálfleik og það skilaði mark strax á 50. mínútu þegar Steinar Þorsteinsson skoraði með góðu skoti í fjærhornið eftir þvögu í vítateig Þórs. Eftir markið féllu okkar menn aðeins aftar á völlinn og leyfðu Þórsurum að vera meira með boltann.

Eftir því sem leið á seinni hálfleik sóttu Þórsarar meir og meir en alltaf vantaði herslumuninn á síðasta þriðjungi vallarins. Skagamenn fengu nokkrar góðar skyndisóknir og voru klaufar að bæta ekki við marki og klára leikinn endanlega. Undir lok leiksins náðu svo varnarmenn ÍA að bjarga á línu eftir hörkusókn Þórsara.

Í framhaldinu var leikurinn flautaður af og Skagamenn unnu mikinn baráttusigur á Þórsvelli 0-1. Sex stig eru nú komin í hús og byrjunin á tímabilinu eins og best verður á kosið.

Edit Content
Edit Content
Edit Content