ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Skagamenn töpuðu gegn Breiðablik í fotbolti.net mótinu

Skagamenn töpuðu gegn Breiðablik í fotbolti.net mótinu

27/01/18

#2D2D33

Skagamenn mættu Breiðablik í síðasta leik liðanna í riðlakeppni fotbolti.net mótsins sem fram fór í Akraneshöll í dag.

Fyrsta mark leiksins kom á 20. mínútu þegar Hallur Flosason varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Breiðablik hélt áfram góðum skyndisóknum og úr einni slíkri skoraði Willum Þór Willumsson á 34. mínútu. Fleiri mörk voru ekki skoruð í hálfleiknum og staðan því 0-2 fyrir Breiðablik í leikhléi.

Blikar héldu áfram að sækja í seinni hálfleik og skapa sér ágæt færi. Það skilaði þeim marki á 51. mínútu þegar Gísli Eyjólfsson skoraði af öryggi. Skagamenn áttu í erfiðleikum með að búa til álitlegar sóknir og skapa sér markverð færi í leiknum. Á lokamínútu leiksins skoraði svo Viktor Örn Margeirsson fjórða mark gestanna og gerði endanlega út um leikinn. Leikurinn endaði því 0-4 fyrir Breiðablik.

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content