ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Skagamenn komnir í 32-liða úrslit bikarkeppninnar

Skagamenn komnir í 32-liða úrslit bikarkeppninnar

19/04/18

#2D2D33

Skagamenn hófu í dag leik í 64-liða úrslitum bikarkeppninnar þegar liðið mætti ÍH frá Hafnarfirði í Akraneshöll. Skemmst er frá því að segja að um einstefnu af hálfu ÍA var að ræða allan leikinn og getumunur þessara liða var gríðarlega mikill.

Eftir tíu mínútna leik var staðan orðin 3-0 fyrir ÍA en þá höfðu Steinar Þorsteinsson og Ólafur Valur Valdimarsson skorað auk þess sem leikmaður ÍH gerði sjálfsmark. Áfram héldu Skagamenn að sækja og áttu skot í þverslá auk þess sem nokkur góð færi misfórust.

Á 33. mínútu kom svo næsta mark leiksins en það skoraði Stefán Teitur Þórðarson. Skömmu síðar skoraði Arnór Snær Guðmundsson gott mark og Steinar Þorsteinsson rak smiðshöggið í hálfleiknum með sínu öðru marki í leiknun. Staðan í hálfleik var því 6-0 fyrir ÍA og leikmenn ÍH manna fegnastir þegar gengið var til búningsherbergja.

Steinar Þorsteinsson náði svo þrennunni þegar skammt var liðið á seinni hálfleikinn en eftir sjöunda markið fór leikurinn að róast frekar mikið. Skagamenn fengu nokkur mjög góð færi sem þeir misnotuðu stundum á klaufalegan hátt og ÍH náði einstaka sókn sem vörn ÍA réði auðveldlega við.

Það var með ólíkindum á köflum að Skagamönnum tækist ekki að bæta við mörkum en ávallt vantaði herslumuninn til að klára sóknirnar. Það var ekki fyrr en á síðustu mínútu leiksins sem áttunda og síðasta mark leiksins en það gerði Steinar Þorsteinsson sem kórónaði góðan leik sinn með sínu fjórða marki.

Leikurinn endaði því 8-0 fyrir ÍA og Skagamenn eru komnir í næstu umferð bikarkeppninnar sem spiluð verður í kringum næstu mánaðarmót.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content