ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Skagamenn gerðu jafntefli við Víking R

Skagamenn gerðu jafntefli við Víking R

10/07/17

#2D2D33

Meistaraflokkur karla mætti Víking R í tíunda leik Íslandsmótsins sem fram fór við frábærar ágætar aðstæður á Norðurálsvellinum.

Töluvert jafnræði var í leiknum framan af og lítið um færi. Skagamenn voru þó líklegir eftir því sem leið á leikinn og sköpuðu sér færi.  Á 26. mínútu komst ÍA yfir eftir skyndisókn þegar Þórður Þorsteinn Þórðarson fékk boltann á kantinum og spilaði boltanum upp völlinn. Hann átti frábæra sendingu á Tryggva Hrafn Haraldsson, sem lék á varnarmann, og skoraði með góðu skoti.

Skagamenn fengu svo nokkur hálffæri sem þeir náðu ekki að nýta. Undir lok hálfleiksins var ranglega dæmd rangstaða á leikmann ÍA sem ekki snerti boltann en Tryggvi Hrafn Haraldsson fékk boltann og var einn á móti markverði Víkings. Virkilega léleg ákvörðun hjá aðstoðardómara leiksins. Víkingur R átti nokkur hálffæri í hálfleiknum en náðu ekki að nýta sín tækifæri. Staðan í hálfleik var því 1-0 fyrir ÍA.

Mikil barátta var svo í seinni hálfleik. Bæði lið börðust af krafti og reyndu að skapa sér færi en þeim var lítið ágengt upp við markið. Á 77. mínútu voru Skagamenn í sókn þegar brotið var á Patryk Stefanski en dómarinn dæmdi ekkert. Víkingar fengu skyndisókn og úr henni skoraði Alex Freyr Hilmarsson með góðu skoti.

Skagamenn reyndu svo að ná sigurmarki í leiknum og fengu fjölda góðra færa til þess. Arnar Már Guðjónsson fékk t.d. dauðafæri undir lok leiksins en markvörður Víkings náði að bjarga á síðustu stundu. ÍA náði ekki að nýta þau færi sem liðið skapaði sér þrátt fyrir góða spilamennsku. Víkingar fengu nokkur ágæt færi en lítið varð úr þeim. Leiknum lauk því með jafntefli 1-1.

Að vanda var valinn maður leiksins úr Skagaliðinu og að þessu sinni varð Rashid Yussuff fyrir valinu. Hann fékk að launum gjafabréf fyrir tvo frá Port 9 Vínbar.

Næsti leikur er svo gegn Víking á Ólafsvíkurvelli mánudaginn 17. júlí kl. 20.

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content