ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Sigrún Eva valin í U17 ára landsliðið

Sigrún Eva valin í U17 ára landsliðið

08/09/17

#2D2D33

Sigrún Eva Sigurðardóttir hefur verið valin í U17 ára landslið Íslands sem heldur til Azerbaijan þann 29. september næstkomandi til að taka þátt í forkeppni fyrir EM2018. Sigrún Eva hefur komið við sögu í 9 af 17 leikjum meistaraflokks í 1. deildinni í sumar og einnig leikið með 3. flokki.

Fyrsti leikur Íslands fer fram 2. október gegn gestgjöfunum, 5. október verður leikið gegn Svartfjallalandi og 8. október mæta íslensku stelpurnar þeim spænsku. Undankeppnin er leikin í 11 riðlum þar sem efstu 2 liðin í hverjum riðli og það lið í 3. sæti með bestan árangur gegn toppliðunum tveimur komast áfram í aðra umferð undankeppninnar. Sú umferð verður leikin næsta vor en lokakeppnin sjálf fer fram í Litháen 9. – 21. maí 2018.

Við óskum Sigrúnu Evu til hamingju með valið og trúum því að hún verði sjálfri sér og félaginu til mikils sóma.

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content