ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Sendiherra á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar

Sendiherra á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar

14/07/20

#2D2D33

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir umsækjendum á aldrinum 18-25 ára sem vilja gerast ungir sendiherrar í tengslum við Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fram fer í Vuokatti í Finnlandi 6.-13. febrúar 2021. Leikarnir eru haldnir á tveggja ára fresti af Evrópsku Ólympíunefndunum EOC.

Megin tilgangur verkefnisins er að miðla fræðslu um Ólympíuhugsjónina og hennar gildi. Umsækjendur ættu að hafa tekið þátt í Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar, vetrar- eða sumarleikum, Ólympíuleikum ungmenna eða hafa tekið virkan þátt í íþróttahreyfingunni og sýna íþrótta- og Ólympíuhreyfingunni sérstakan áhuga. Verið er að leita að áhugasömu fólki með góða færni í ensku og hæfileika til að vinna vel sjálfstætt og með öðrum. Um þrenns konar hlutverk er að ræða sem hægt er að sækja um, eru það hlutverk sem leiðbeinandi (facilitator), við fréttamiðlun (reporter) eða kynningarstjóri (promoter). Með umsókninni þarf að fylgja rökstuðningur og ferilskrá á ensku.  Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands mun tilnefna einn umsækjanda til Evrópsku Ólympíunefndanna sem velja úr tilnefningum einstaklinga sem fá tækifæri til að tengjast þátttakendum í aðdragandanum og fylgja hópnum á leikana.

Nánari upplýsingar um verkefnið og hlutverk ungu sendiherranna má finna hér.

Umsóknarfrestur rennur út 26. júlí n.k. Umsækjendur sendi inn umsóknir með því að smella hér.

Nánari upplýsingar veitir Örvar Ólafsson – orvar@isi.is s. 863-9980.

Edit Content
Edit Content
Edit Content