ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Opna haustmót GrasTec nr.2 af 4 – úrslit

Opna haustmót GrasTec nr.2 af 4 – úrslit

25/10/17

#2D2D33

Mót nr.2 í opnu GrasTec haustmótaröðinni fór fram á Garðavelli 21. október. Yfir 40 keppendur þátt í mótinu en leikinn var 12 holu punktakeppni að vanda.
Úrslit urðu þessi:
1.Haraldur Bjarnason GS á 29 punktum – Gisting fyrir tvo með morgunverði á hótel Northen Light Inn www.nli.is
2.Alexander Högnason á 28 punktum – Gjafabréf í versluninni Golfskálinn www.golfskalinn.is
3.Bjarni Borgar Jóhannsson GL á 27 punktum – Gjafabréf hjá Bílver
Næst holu á 14. braut: Gestur Sveinbjörnsson GL, 201 cm.
Næst holu á 18. braut: Bjarki Þór Pétursson GL, 252 cm.
Næsta mót fer fram laugardaginn 28. október á sjálfan kosningadaginn ! Mótanefnd GL hvetur félagsmenn GL til að taka þátt í mótaröðinni og við skulum bjóða kylfinga úr öðrum golfklúbbum velkomna.
Munið útdráttarverðlaun allra keppenda úr öllum mótum í lok mótaraðarinnar, GJAFABRÉF MEÐ GB FERÐUM AÐ ANDVIRÐI 50.000 KR.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content