ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Öflug kraftlyftinga helgi á Skaganum.

Öflug kraftlyftinga helgi á Skaganum.

01/02/11

#2D2D33

Einar Örn gerir sig kláran og Árni Freyr til aðstoðar Íslandsmeistaramótið í bekkpressu fór fram á Akranesi á laugardaginn sl. að viðstöddu fjölmenni. Kraftlyftingafélag Akraness átti veg og vanda af undirbúningi og framkvæmd mótsins. Umgjörð þess var alveg til fyrirmyndar og á félagið heiður skilið fyrir vel framkvæmt mót þar sem búið var að vanda til verka í smáatriðum. Margar vinnufúsar hendur létu hlutina ganga hratt og vel fyrir sig. Íslandsmeistari kvenna varð María Guðsteinsdóttir, Ármanni, en í karlaflokki sigarði Fannar Dagbjartsson, líka Ármanni.María lyfti 95,0 kg í -72,0 kg flokki og Fannar lyfti 250,0 kg í -120,0 kg flokki. Ármenningar léti ekki þar staðar numið, heldur tóku þeir líka heim liðabikarinn sem besta bekkpressuliðið. Við þetta tækifæri afhenti Sigurjón Pétursson formaður Kraftlyftingasamband Íslands Herði Magnússyni, kraftlyftingadómari heiðursskjal fyrir hans mikla starf í þágu íþróttarinnar og honum til heiðurs fimmtugum. Sigurjón afhenti einnig kraftlyftingafélaginu Massa úr Njarðvíkum verðlaunin fyrir sigurinn í liðakeppninni 2010. Að loknu móti var haldið fyrsta þing Kraftlyftingasambands Íslands í fundarsal Íþróttamiðstöðvarinnar Jaðarsbökkum og var Sturlaugur Sturlaugsson formaður ÍA þingforseti. Alls voru mættir rúmlega 20 fulltrúar frá aðildarfélögum sambandsins og gengu þingstörf mjög vel.

Edit Content
Edit Content
Edit Content