ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Næsti slagur í Pepsideildinni

Næsti slagur í Pepsideildinni

14/06/17

#2D2D33

Í þessum töluðu (skrifuðu) orðum er meistaraflokkur karla á leið til Akureyrar þar sem þeir heimsækja KA í sjöundu umferð Pepsideildarinnar.

Öfugt við okkur hafa norðlendingarnir hafið deildina af miklum krafti og eru í 4. sæti deildarinnar sem stendur. Sagan er þó með okkur í liði, en KA hefur aðeins unnið einn sigur á ÍA á þessari öld (í 23 skráðum leikjum). En það þarf að spila alla leiki. Og það verða mörk, við erum VISS um það. Í þeim 12 leikjum sem liðin hafa samtals leikið í Pepsideildinni í sumar hafa verið skoruð alls 52 mörk og samtals 14 mörk í 3 leikjum í Borgunarbikarnum.

Leikurinn er að sjálfsögðu á Akureyrarvelli og hefst kl. 19:15 í kvöld, miðvikudaginn 14. júní. Við hvetjum alla Skagamenn sem staddir eru á norðurlandinu að skella sér á völlinn og hvetja strákana okkar til dáða.

Áfram ÍA!

Edit Content
Edit Content
Edit Content