ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Leikir yngri flokka ÍA um helgina

Leikir yngri flokka ÍA um helgina

11/01/18

#2D2D33

Yngri flokkarnir okkar eiga enga heimaleiki þessa helgina en við hvetjum Skagamenn til að styðja við bakið á okkar iðkendum á þeim leikjum sem spilaðir eru fyrir sunnan.

Það byrjar á því að laugardaginn 13. janúar, kl. 14:00 mætir A-lið ÍA/Skallagríms í 3. flokki karla liði Aftureldingar á Varmárvelli. Leikur B-liðanna fer fram kl. 15:30.

Leikir sunnudagsins 14. janúar hefjast kl. 13:00 þegar A-lið 4. flokks karla fer og heimsækir Selfoss á Jáverk-vellinum (Selfossvelli).  Kl. 14:20 mætast B-lið sömu félaga. C-liðið mun aftur á móti mæta liði Keflavíkur í Reykjaneshöllinni kl. 13:30.

Kl. 17:00 hefst leikur A-liðs 2. flokks karla, ÍA/Kári, gegn FH. B-liðin taka svo við kl. 19:00. Athygli er vakin á því að leikirnir fara fram á Gaman Ferða vellinum, heimavelli Hauka (Ásvellir).

Áfram ÍA!

Edit Content
Edit Content
Edit Content