ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Kóngarnir – Kári: 1-8

Kóngarnir – Kári: 1-8

03/07/14

#2D2D33

Káramenn mættu botnliði Kónganna í Úlfarsárdal í kvöld. Ljóst var fyrir leikinn að ef allt ætti að vera eðlilegt að þá ættu Káramenn að landa nokkuð öruggum sigri, en þetta var síðasti leikur liðsins í fyrri umferð A-riðils 4.deildar. Á sama tíma mætti Snæfell liði Álftaness í Stykkishólmi, en úrslit þessara tveggja leikja var báðum liðum mjög mikilvæg þar sem Kári og Álftanes voru bæði með jafnmörg stig í toppsætunum en Kári með 2 mörkum betur.Káramenn voru ákveðnir í að byrja leikinn af krafti og setja mikla pressu á lið Kónganna og helst ná góðri forystu í fyrri hálfleik. Káramenn náðu að skora 3 mörk gegn engu í fyrri hálfleik, en Káraliðið fékk mörg mjög góð færi og nýtingin hefði mátt vera miklu betri, en liðið sýndi ágætis spilkafla og skoruðu 3 góð mörk. Fyrsta markið skoraði Hafþór Pétursson með skalla eftir fyrirgjöf Ragnars Þórs, annað markið skoraði Róbert Henn eftir gott samspil við Björn Jónsson og Ragnar Þór, Róbert Henn skoraði svo sitt annað mark og þriðja mark Kára skömmu seinna. Staðan sem sagt 0-3 í hálfleik.Seinni hálfleikur fór ágætlega af stað og ekki leið á löngu þar til Káramenn voru komnir í 0-4 en þar var á ferðinni Róbert Henn með sína fyrstu þrennu á ferlinum, en hann sólaði sig í gegnum vörn Kónganna og skoraði laglegt mark. Atli Alberts opnaði svo markareikning sinn þegar hann setti fimmta mark Kára úr öruggri vítaspyrnu. Sjötta mark Kára skoraði svo formaður félagsins Sveinbjörn Hlöðvers með hnitmiðuðu skoti innan teigs eftir undirbúning Marinós. Atli Alberts bætti svo við sjöunda marki Kára og öðru marki sínu með góðu hlaupi og laglegri afgreiðslu.Kóngarnir náðu svo að klóra í bakkann þegar lítið var eftir, en þeir fengu dæmda ansi ódýra vítaspyrnu sem þeir nýttu vel.Það var svo Sveinbjörn Hlöðvers sem setti áttunda mark Káramanna og annað mark sitt úr aukaspyrnu og niðurstaðan sannfærandi 1-8 sigur gegn frekar slöppu liði Kónganna sem Káramenn hefðu nokkuð auðveldlega getað klárað miklu betur enda yfirburðirnir miklir.Káramenn biðu spenntir eftir úrslitum í leik Snæfells og Álftaness sem hófu leik nokkuð seinna, staðan í leiknum var 0-1 fyrir Álftanes þangað til á 92 mínútu þegar Snæfellingar náðu að jafna af harðfylgi og lokastaðan mjög óvænt 1-1 jafntefli. Það er því ljóst að Káramenn klára fyrri umferðina einir í toppsætinu með 2 stiga forystu og 9 mörkum betur en Álftanes sem sitja í 2.sæti. Nú er bara að halda dampi, ná góðri seinni umferð og klára riðilinn með sæmd.
Fyrsti leikur Kára í seinni umferð er útileikur gegn Lummunni á gervigrasinu við Kórinn miðvikudaginn 9.júlí.
Endilega mætið.
Áfram Kári

Edit Content
Edit Content
Edit Content