ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Kári – Fjarðabyggð: 3-1

Kári – Fjarðabyggð: 3-1

26/08/13

#2D2D33

Stórkostlegur sigur Káramanna gegn toppliði Fjarðarbyggðar 3-1.Káramenn tóku á móti efsta liði 3.deildar á Akranesi í kvöld og voru Káramenn staðráðnir fyrir leik að gefa allt í leikinn.Leikurinn byrjaði fjörlega og skiptust lið á að sækja, en Káramenn áttu eitt mjög gott færi strax í upphafi sem markvörður Fjarðabyggðar rétt varði boltann yfir þverslánna. Káramenn náðu svo forystunni í leiknum á 16 mínútu leiksins þegar flott spil endaði hjá Róberti Henn sem snéri laglega á Tommy Nielsen og lagði boltann fallega í netið. 1-0. Fljótlega eftir þetta þyngdist pressa Fjarðabyggðar smátt og smátt án þess þó að þeir sköpuðu sér mjög hættuleg færi, en pressann fyrir leikshlé var orðin ansi mikil, en Káramenn sem voru frábærir aftast hleyptu þeim aldrei í gegn. Staðan í hálfleik 1-0. Nokkuð létti á pressunni í byrjun seinni hálfleik, en Káramenn ákváðu að reyna að ná upp meira spili til að losa um pressuna og úr einni sókninni komst Róbert Henn í gegn og lagði boltann frábærlega á Felix Hjálmarsson sem skoraði með þrumuskoti rétt utan markteigs ofarlega í markhornið og staðan orðinn 2-0. Eftir þetta duttu Káramenn aðeins aftur og Fjarðarbyggð jók pressuna en aftur án þess að skapa sér einhver mjög hættuleg færi, en miðja og vörn Káramanna var föst fyrir og lokuðu þeir nánast öllum leiðum að marki og það sem fór á markið át Gunnar Geir í marki Káramanna nokkuð auðveldlega. Káramenn voru samt ekki hættir að skora því þeir áttu reglulega skyndisóknir og ein frábær kom á 80 mínútu þegar boltinn barst út á kant til Marteins Vigfússonar sem tók á rás og setti boltann glæsilega í fjær hornið framhjá markverði Fjarðabyggðar og staðan orðin vænleg 3-0 gegn toppliði Fjarðabyggðar, einhvað sem ekki margir bjuggust við fyrir leik, ekki nema þá Káramenn sem voru staðráðnir í að taka 3 stig í leiknum. Fjarðabyggð hélt áfram að pressa og undir lok leiks náðu þeir að skora eftir stungusendingu, en skotið var lúmskt og lak framhjá vörn og markmanni. Fjarðabyggð var nálægt því að bæta við öðru marki á 93 mínútu þegar Gunnar Geir sló boltann í stöngina og útaf úr því er virtist frekar saklausri fyrirgjöf. Lengra komst lið Fjarðabyggðar ekki og botnliðið vann frábæran 3-1 sigur á toppliðinu. Káramenn eru nú komnir í pakkann ásamt 5 öðrum liðum og hörð barátta framundan um að bjarga sæti liðsins í deildinni!
Næsti leikur Káramanna er gríðarlega mikilvægur heimaleikur næsta laugardag klukkan 14:00 gegn Magna frá Grenivík! Áfram Kári

Edit Content
Edit Content
Edit Content