ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

ÍA mætir Keflavík í Mjólkurbikar kvenna

ÍA mætir Keflavík í Mjólkurbikar kvenna

20/05/18

#2D2D33

Meistaraflokkur kvenna hefur keppni í Mjólkurbikarnum með því að fá Keflavík í heimsókn á morgun, mánudag, í fyrstu umferð bikarkeppninnar. Leikurinn fer fram á Norðurálsvelli og hefst kl. 14:00.

Þetta er í fimmta sinn sem ÍA og Keflavík hittast í bikarkeppni kvenna en ÍA hefur unnið allar fjórar viðureignirnar hingað til með markatöluna 19-5. 14 ár eru síðan liðin mættust í bikarnum og fyrsta sinn í 31 ár sem ÍA fær heimaleik í bikarnum gegn Keflavík.

Við hvetjum Skagamenn til þess að mæta á völlinn og styðja stelpurnar til sigurs í Mjólkurbikarnum.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content