ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

ÍA komir í 16 liða úrslit Powerade bikarsins

ÍA komir í 16 liða úrslit Powerade bikarsins

02/11/14

#2D2D33

‘-höfðu betur gegn Þór í ÍslendingaslagnumSkagamenn tóku á móti Þór frá Akureyri í 32ja liða úrslitum Powerade bikarsins á Vesturgötunni í dag. Bæði lið léku án erlendra leikmanna og má því segja að um Íslendingaslag hafi verið að ræða.Fyrir leikinn var mínútu þögn til minningar um Guðjón Böðvarsson sem lést síðastliðinn fimmtudag eftir baráttu við krabbamein. Gaui var einn af frumkvöðlum körfuboltans á Akranesi.Leikurinn fór rólega af stað og bæði lið lögðu áhreslu á vörnina og var því ekki mikið skorað. Einnig spiluðu bæði lið frekar varfærnislega og flýttu sér langt yfir samt enda mikið undir. Liðið sem myndi vinna þennan leik yrði með í pottinum þegar dregið yrði í 16 liða úrslitin á meðan tapliðið myndi ljúka keppni.Heimamenn í ÍA náðu strax frumkvæmðinu, skoruðu fyrstu körfu leiksins og létu forystuna aldrei af hendi eftir það. Þórsarar gerðu þó góðar atlögur að skagamönnum og minkuðu muninn í tvö stig í upphafi fjórða leikhluta, 49-47 en Skagamenn voru ekki á þeim buxunum að missa leikinn úr höndum sér og lönduðu að lokum 7 stiga sigri, 67-60.Fannar Helgason, þrefaldur Bikarmeistari, mætti grýðarlega einbeittur til leiks í dag og það skein í gegn að hann var ekki tilbúinn í að fara strax í birkarfrí og var bestur í liði heimamanna og endaði leikinn með 22 stig auk þess að taka 19 fráköst.Hjá Þórsurum var Einar Ómar Eyjólfsson besti maður með 16 stig auk þess að taka 8 fráköst.Nánari tölfræði úr leiknum má finna hérÞað fellur því í hlut ÍA að vera í pottinum þegar dregið verður í 16 liða úrslitin á þriðjudaginn. Fannar Helgason sagði í Stúkuspjallinu eftir leik þegar hann var spurður að því hvort hann ætti sér óska mótherja að það yrði ekki leiðinlegt að fá gömlu félagana í Stjörnunni í heimsókn, eða Pavel og KR. Sjáum hvað setur.

Edit Content
Edit Content
Edit Content