ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Hin hliðin Erla Karítas Jóhannesdóttir

Hin hliðin Erla Karítas Jóhannesdóttir

24/05/18

#2D2D33

Leikskrá ÍA kom út á dögunum og hinn frábæri hópur meistaraflokks kvenna. Það láðist að birta myndir af fjórum í mfl. kvk en þær eru Erla Karítas Jóhannsdóttir, Aníta Sól Ágústsdóttir , Bryndís Rún Þórólfsdóttir og Veronica Líf Þórðardóttir

 

Við kynnum til leiks Erlu Karítas Jóhannsdóttir yngstu stúlkuna af þeim fjórum. Hún er fædd árið 2002.

 

Erla Karítas Jóhannesdóttir

 

Fullt nafn: Erla Karitas Jóhannesdóttir

Gælunafn sem þú þoli ekki: ekkert

Aldur: 15 ára bráðum 16

hjúskaparstaða: lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með mfl?: Í febrúar 2017

Uppáháldsdrykkur: Pepsi Max eða bara vatn

Uppáháldsmatsölustaður: Mc donalds bara útaf frönskunum

Hvernig bíl áttu?: Engan

uppáhálds sjónvarpsþáttur: Friends

uppáhálds tónlistamaður: The Weeknd

Hvað viltu í bragðarefinn þinn?: Gamla ísinn með oreo, snickerskurli og jarðaberjum

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst?: “hvað veistu þá?” frá mömmu sem var orðin pínu þreytt á því að ég vissi ekki neitt af því sem hún var að spurja mig um

Hvaða þrjá einstaklinga tækir þú með þér til Vegas?: Dagnýju, Önnu og Selmu fjörsprengjur

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Örugglega Clara Sigurðardóttir eða Karólína Lea, báðar geggjaðar

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Clara Sigurðardóttir

sætasti sigurinn: Þegar við unnum FH 1-0 í bikarnum. Mjög jafn leikur skoruðum snemma í leiknum og héldum allan leikinn.

mestu vonbrigðin: Þegar við töpuðum á móti Víking Reykjavík 2-1 í undanúrslitum. leikurinn hefði átt að fara í framlengingu því að í lok leiks skutum við í slánna inn og aftur út og markið ekki dæmt.  Það sáu allir að boltinn var inni meira að segja stelpurnar í Víking.

uppáhálds lið í enska: Manchester United

ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Söndru Mayor úr Þór/KA

uppáhaldsstaður á íslandi: Akranes held ég nú bara

fallegasti knattspyrnumaður á íslandi: Oliver Sigurjónsson

fallegasta knattspyrnukona á íslandi: Elín Metta Jenssen eða Aldís Ylfa:*

segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerðist í leik: samherji minn fékk að velja hvort að hún fengi rautt spjald eða skiptingu það var frekar steikt og skemmtilegt, auðvitað valdi hún skiptinguna

í hvernig fótboltaskóm spilar þu?: Nike mercurial

í hverju ertu lelegust í skóla?: klárlega eðlis og efnafræði

hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju?: Sigrúnu, Evu Maríu yngri og Aldísi eða Hjördísi

sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er ógeðslega hrædd við geitunga og köngulær

Edit Content
Edit Content
Edit Content