ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Frumherjabikarinn 2018 – Stefán Orri lék best við góðar aðstæður

Frumherjabikarinn 2018 – Stefán Orri lék best við góðar aðstæður

10/05/18

#2D2D33

Frumherjabikarinn fór fram fimmtudaginn 10.maí á Garðavelli í góðu veðri, við góðar vallaraðstæður og voru kylfingar almennt ánægðir með ástand vallar í upphafi sumars. Frumherjabikarinn er innanfélagsmót með mikla hefð allt aftur til ársins 1986 er það var haldið í fyrsta skipti. Í þetta skiptið mættu 38 keppendur til leiks.
Helstu úrslit
Höggleikur með forgjöf
1. Gunnar Davíð Einarsson, 70 nettó
2. Guðlaugur Guðjón Kristinsson, 71 nettó (betri á síðustu sex holum)
3. Birgir Arnar Birgisson, 71 nettó
Höggleikur án forgjafar (besta skor)
1. Stefán Orri Ólafsson, 65 högg
Nándarverðlaun á par 3 holum
3.hola, Birgir A. Birgisson 1.52m
8.hola, Pétur Sigurðsson 3.28m
14.hola, Hafsteinn Þórisson 7.80m
18.hola, Vilhjálmur E.Birgisson 1.20m
Golfklúbburinn Leynir þakkar keppendum fyrir þátttökuna og óskar vinningshöfum til hamingju. Vinningshafar geta sótt verðlaun á skrifstofu GL.

Edit Content
Edit Content
Edit Content