ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Fjórða umferðin í Pepsideildinni

Fjórða umferðin í Pepsideildinni

22/05/17

#2D2D33

Strákarnir okkar í meistaraflokki karla taka á móti Grindavík í fjórðu umferð Pepsideildarinnar í kvöld, mánudaginn 22. maí, kl. 19:15 hér á Norðurálsvellinum.

Gestirnir hafa nælt sér í fjögur stig í fyrstu þremur umferðinni en Skagamenn, sem eru enn í leit að fyrstu stigunum, vonast til að geta fylgt eftir mikilvægum bikarsigri í síðustu viku með því að byrja að klifra upp töfluna.

Síðustu leikir þessara liða hafa verið miklir markaleikir, en á síðustu þremur árum hafa félögin mæst 9 sinnum. Þau unnu sitthvora 4 leikina og aðeins einu sinni hefur orðið jafntefli, en það var líka eini markalausi leikurinn. Markatalan er 21-16 fyrir ÍA sem þýðir að það hafa verið skoruð rúmlega 4 mörk í leik!

Ef liðin halda áfram á þeirri braut má búast við að leikurinn verði hin besta skemmtun og við hvetjum alla Skagamenn til að mæta á völlinn og hvetja strákana til dáða, þeir þurfa svo sannarlega á þínum stuðningi að halda.

Áfram ÍA!

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content